Færsluflokkur: Evrópumál
Hvað er fullveldi, og munu Íslendingar glata því við aðild að ESB?
14.9.2011 | 21:08
Þessari spurningu hér að ofan bar ég fram á Evrópuvefnum og fyrir svörum varð Pétur Dam Leifsson dósent á sviði þjóðarréttar við lagadeild Háskóla Íslands. Fullt svar kemur hér.
Fyrsta málsgrein svarsins hljómar svona:
Í þjóðarétti er gengið út frá þeirri frumforsendu að öll sjálfstæð ríki séu fullvalda. Þau hafi þannig ótakmarkað þjóðréttarhæfi, geti orðið aðilar að hvers kyns réttindum og skyldum að þjóðarétti og þiggi ekki tilkall sitt til þeirrar stöðu frá öðrum þjóðréttaraðilum (það er öðrum ríkjum eða alþjóðastofnunum). Gerist Ísland aðili að ESB mun það þurfa að framselja vissa þætti ríkisvalds til stofnana ESB. Ísland kæmi hins vegar á móti að setningu reglna fyrir allt sambandið og því má segja að fullveldi glatist ekki heldur yrði því deilt með öðrum ríkjum.
Svarið er áhugavert og skora ég á fólk að lesa það í heild sinni.
Fjörug umræða á evrópublogginu
3.7.2011 | 16:18
Þessi færsla virðist hafa vakið fjörugar umræður. Undirritaður tók þátt og uppskar eins og til var sáð.
Merkilegt hvað fólk nær að æsa sig þegar ESB umræðan er annars vegar. Ég sjálfur meðtalinn.
Er samt búinn að róa mig niður og ætla að reyna að vera stilltur í framtíðinni uhum
Hvet alla til að hætta persónuárásum og níðskrifum.
Aðlögun eða aðstoð?
25.8.2010 | 23:36
Það sem Jón Bjarnason virðist vera að fara á límingunni yfir, virðist vera einhvers konar tæknivinna vegna hugsanlegrar ESB aðildar Íslands. Sem sagt undirbúningsvinna. Eða eins og Ólafur Stephensen ritstjóri Fréttablaðsins bendir á í grein sinni í dag:
"Þetta er misskilningur, eins og samráðherrar Jóns urðu til að benda á í gær. Alþingi samþykkti að fara í aðildarviðræður við ESB. Það ferli, sem nú er hafið, er þekkt og ekkert frábrugðið því ferli sem önnur ríki, sem hafa sótt um aðild að ESB, hafa gengið í gegnum. Það felst m.a. í margvíslegum undirbúningi fyrir hugsanlega aðild. En nógur tími er til að afgreiða breytingar á lögum og stofnunum, sem verða að ganga í gegn gerist Ísland aðili að ESB, eftir þjóðaratkvæðagreiðslu, samþykki Íslendingar að ganga í sambandið.."
Eða eru einhverjir farnir að finna fyrir "aðlögun"
Kannski Jón Bjarnason.
Hann getur þó verið alveg rólegur.
Ég held að það sé ekki hægt að aðlaga Jón Bjarnason að ESB.
Né nokkru sem getur talið útlenskt.
Maður er náttúrulega alltaf að pæla
Sótt um styrki til að breyta stjórnsýslunni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Evrópupæling-1
4.7.2010 | 23:33
Merkilegt hvað evrópuumræðan getur stundum verið furðuleg. Mér virðist að umræðan snúist um að við íslendingar séum í stöðu þjóðar sem stendur fyrir utan (ESB) og séum að velta því fyrir okkur hvað felist í því að ganga inn.
Aðildin að EES varð gerð möguleg vegna klásúlu í Rómarsáttmálanum sem kveður á um svokallaða aukaaðild. Ísland er sem sagt aukaaðili að ESB án atkæðisréttar.
Út af standa sjávarútvegsmál, landbúnaðarmál, tollamál að hluta og kannski eitthvað smotterí í viðbót.
ER ekki einmitt rétti tíminn til að gera upp reynsluna af EES samningnum og leggja hana til grundvallar. Þ.E. ef hún er í meginatriðum góð þá göngim við inn (með fyrirvörum um að semjist um sjávarútvegsmál), en ef reynslan er slæm þá segjum við EEs samningnum upp og förum út.
Í stuttu máli annaðhvort alveg inn eða alveg út.
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 23:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)