Aðlögun eða aðstoð?

Það sem Jón Bjarnason virðist vera að fara á límingunni yfir, virðist vera einhvers konar tæknivinna vegna hugsanlegrar ESB aðildar Íslands. Sem sagt undirbúningsvinna. Eða eins og Ólafur Stephensen ritstjóri Fréttablaðsins bendir á í grein sinni í dag:

"Þetta er misskilningur, eins og samráðherrar Jóns urðu til að benda á í gær. Alþingi samþykkti að fara í aðildarviðræður við ESB. Það ferli, sem nú er hafið, er þekkt og ekkert frábrugðið því ferli sem önnur ríki, sem hafa sótt um aðild að ESB, hafa gengið í gegnum. Það felst m.a. í margvíslegum undirbúningi fyrir hugsanlega aðild. En nógur tími er til að afgreiða breytingar á lögum og stofnunum, sem verða að ganga í gegn gerist Ísland aðili að ESB, eftir þjóðaratkvæðagreiðslu, samþykki Íslendingar að ganga í sambandið.."

Eða eru einhverjir farnir að finna fyrir "aðlögun"

Kannski Jón Bjarnason.

Hann getur þó verið alveg rólegur.

Ég held að það sé ekki hægt að aðlaga Jón Bjarnason að ESB.

Né nokkru sem getur talið útlenskt.

Maður er náttúrulega alltaf að pæla 


mbl.is Sótt um styrki til að breyta stjórnsýslunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 26.8.2010 kl. 01:26

2 Smámynd: Guðjón Eiríksson

Takk fyrir innlitið Hans og fyrirgefðu hve seint er svarað.

Ég skoðaði blogg Egils og verð að viðurkenna að hann hefur nokkuð til síns máls.

Þarna koma líka fram önnur sjónarmið, en í heildina sé ég ekki ásæðu til að breyta þeirri skoðun minni að þarna sé fyrst og fremst um einhvers konar tæknivinnu að ræða.

Best að bíða eftir skýrslu framkvædastjórna ESB um málið og þá höfum við kannski eitthvað til að þrátta um.

En þangað til, hafðu það bara gott

Guðjón Eiríksson, 29.8.2010 kl. 20:48

3 Smámynd: Guðjón Eiríksson

arrgh!!

átti að vera framkvæmdastjórnar

Ein er víst alveg nóg he he

Guðjón Eiríksson, 29.8.2010 kl. 20:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband