Færsluflokkur: Bloggar

Grein Jón Steinssonar í Fréttablaðinu

Hvet alla til að lesa Grein Jóns í Fréttablaðinu 27.08.

Þót Jón sé hér eingöngu að fjalla um takmarkaðan hluta neyðarlaganna, þ.e. sú ákvörðun að láta bankana falla en freistast EKKI til að reyna að bjarga þeim, er samt ýmsum spurningum enn ósvarað.

Eins og t.d. hvers vegna voru allar innlendar innistæður fluttar úr þrotabúunum yfir í nýju bankana?

Hvers vegna var ekki miðað við innistæðutrygginguna um 20þ evrur? 

Grein Jóns er alla vega góð málsvörn fyrir Geir Haarde hvað sem öðrum spurningum líður.

 


Baugsmenn, náhirði, íhaldskurfur og kommatittir

 Tryggvi Þór Herbertsson bloggar á http://blog.eyjan.is/tthh/.

 Það er ekki mjög oft sem ég er sammála Tryggva Þór eða Kristjáni Þór, en hér eru orð í tíma töluð.

Hvet alla til að lesa færslu Tryggva 

 


Icesave helvítið-Nei eða Já

Nei:

Ríkið á ekki að ábyrgjast skuldir einkafyrirtækja.

Okkur ber ekki að veita ríkisábyrgð vegna innistæðutryggingasjóðsins

Samningurinn er einfaldlega ekki nógu góður.

Já:

Ríkið mismunaði innistæðueigendum og bakað sér með því skaðabótaskyldu. (með setningu neyðarlaganna) 

Of mikil áhætta með því að segja nei, skaðinn gæti orðið meiri.

Samningurinn er ásættanlegur. Ekki verður lengra komist.

 

Fleiri tillögur eru vel þegnar. 

p.s.

fyrirsögnin er stolin frá Eiríki Bergmann (greinarkorn í DV) 

 

 

 


Og sama frétt á MBL

Vísa í fyrri færslu mína
mbl.is Hagnaður hjá OR á fyrri hluta ársins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Milljarða hagnaður OR

þessa frétt á Vísir.is

Og pælingin er þessi:

Hvað skyldi OR vera búin að greiða eigendum sínum mikinn arð frá upphafi?

Á uppreiknuðu verðlagi ársins 2010 það er að segja.

Ætti ekki að banna slíkar arðgreiðslur hjá jafn skuldsettu félagi?

Væri ekki betra að nota arðinn til að greiða hraðar niður skuldir?

Í staðinn fyrir að senda litla manninum alltaf reikninginn.

 

Maður er náttúrulega alltaf að pæla


Fullveldispælingar

Fullveldi er orð sem er mikið notað í umræðu um Evrópumál, gjarnan af hálfu ESB andstæðinga, þar sem haldið er fram þeim rökum að með ESB aðild framseljum við íslendingar fullveldi þjóðarinnar í hendur Evrópusambandsins. Þau rök geta í sjálfu sér verið góðra gjalda verð en gallinn að mínu mati er sá að lítil umræða hefur farið fram um fullveldið sjálft, það er að leita svara við spurningunni “hvað er fullveldi”, hvernig verða þjóðir fullvalda og hvernig geta þær varið fullveldi sitt. Í þessum pistli ætla ég að velta fyrir mér hvað fullveldi er, en tek fram að hér er um að ræða pælingar hins venjulega manns, en ekki fræðilega úttekt.

Orðið sjálft (fullveldi) virðist við fyrstu skoðun segja það sem segja þarf, þ.e. Fullt vald eða full yfirráð yfir einhverju, en er það svo? Skoðum málið aðeins nánar.

Forseti Íslands lýsti því í breskum sjónvarpsþætti að á Íslandi væri fullveldið hjá þjóðinni en í Bretlandi væri það hjá þinginu, sem er að mínu mati nokkur einföldun. Hér notar forsetinn orðið sovereign sem við þýðum sem fullveldi, en mér sýnist að í raun sé hann að ræða um ákvörðunarvald en ekki fullveldið sjálft, því að þótt þjóðin sé fullvalda, framselur hún ákvörðunarvaldi til stjórnvalda í alþingiskosningum. Forsetinn getur þó fært ákvörðunarvaldið aftur til þjóðarinnar með því að að beita svokölluðu synjunarvaldi. Ég læt það atriði liggja á milli hluta í þessum pistli, allavega að sinni.

Mér sýnist því að framansögðu að hægt sé að skipta fullveldinu í tvo meginþætti. Annars vegar hverjir fara með fullveldið, sem ég ætla að kalla fullveldisréttur þ.e. Rétturinn til ákvarðanatöku fyrir hönd kjósenda, og hins vegar fullveldið sjálft þ.e. Möguleikinn til að hrinda í framkvæmd þeim ákvörðunum sem teknar eru.

Hverjir fara þá með fullveldisréttinn að hálfu okkar íslendinga. Hér er yfirleitt notast við þrígreiningu valdsins, það er löggjafinn, framkvæmdavaldið og dómsvaldið. Þessi skilgreining hefur að mestu haldið frá stofnun lýðveldisins, en mér sýnist að hún segi ekki nema hluta sögunnar.

Frá stofnun lýðveldisins hefur ísland smám saman verið að skerða eða takmarka fullveldi sitt i með því að gerast aðili að alþjóðlegum samtökum og sáttmálum (Nató SÞ. Mannréttindasáttmála evrópu og svo framvegis) Aðild að mannréttindasáttmála evrópu og þar með mannréttindadómstólnum í Strasbourg er klárlega dæmi um fullveldisframsal þar sem að dómum hæstaréttar hefur í nokkrum tilfellum verið snúið við. Mér vitanlega hafa fullveldissinnar (þeir/þau sem aðhyllast fullt og óskert fullveldi íslensku þjóðarinnar) aldrei talað um íhlutun í íslensk innanríkismál í slíkum tilfellum, svo merkilegt sem það nú er.

Hin viðurkennda skilgreinging á fullveldi þjóða er á þann veg að þjóðir teljast vera fullvalda þegar aðrar þjóðir viðurkenna það. Þannig að eingöngu fullvalda þjóðir geta gerst aðilar að alþóðlegum stofnunum og þar með að alþjóðlegum samningum.

Mun Ísland glata fullveldi sínu með aðild að ESB? Samkvæmt skilgreiningunni hér að ofan mun það fyrst og fremst velta á því hvort aðrar þjóðir hætta að viðurkenna fullveldi landsins.

Með ESB aðild munum við sem þjóð deila hluta af fullveldisréttinum með öðrum aðildarríkjum ESB þ.e. Ákvarðanir um sameiginleg málefni eru teknar innan sameiginlegra stofnana.

Hvort sem Ísland gerist aðili að ESB eða ekki munu þær ákvarðanir sem teknar verða, vera teknar í umboði kjósenda sem framselja í lýðræðislegum kosningum, umboð til fulltrúa sem ákvarðanirnar taka.

Færa má gild rök fyrir því að möguleikinn á því að hrinda í framkvæmd þeim ákvörðunum sem þarf að taka, hafi minnkað með hruni bankakerfisins. Hrunið hefur þá minnkað fullveldi landsins.

Pælingin er sem sagt þessi: Með því að deila hluta af fullveldisréttinum með öðrum þjóðum munum við sennilega auka við fullveldið sjálft. Fleiri koma að ákvarðanatökum og auka þar með möguleikann á því að hrinda þeim í framkvæmd.


Ég skil ekki Jón Bjarnason

Ef Jón Bjarnason hefði fyrir því að kynna sér betur hvernig ESB virkar myndi hann kannski öðlast einhvern skilning á því af hverju við erum að halda "þessu" áfram.

 Finnar og Svíar fengu ekki varanlegar undanþágur frá löggjöf ESB t.d. varðandi landbúnaðarmálin. Þess í stað var búin til ný túlkun innan landbúnaðarstefnunnar um landbúnað norðan 62 breiddargráðu. þ.e. landbúnaður á harðbýlum svæðum.

Þetta gerði Svíum og Finnum mögulegt að styrkja sinn landbúnað um allt að 35% umfram það sem ESB styrkir landbúnaðinn almennt.

Íslenskir bændur eru áskrifendur að skattfé neytenda og neytendur eru með skylduáskrift að framleiðslu þeirra.

Með aðild að ESB verður skylduáskrift neytenda lögð niður í áföngum og þeir ákveða sjálfir hvaða vörur þeir vilja kaupa og hvaða vörur þeir vilja ekki kaupa.

Jón Bjarnason vill ekki auka frelsi neytenda.

Ég skil ekki Jón Bjarnason

 


mbl.is Jón vill hætta viðræðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

VG eru fallin á tíma

Þótt vinstri hreyfingin grænt framboð felli ríkisstjórnina mun það ekki stöðva söluna á HS til Magma. Það er búið og gert. Prinsipp VG virðist nefnilega frekar snúast um þjóðerni kapítalistanna heldur en hvort Hs sé í félagslegri eigu eða ekki.

Því ef málið snérist um félagslega eign á fyrirtækinu, væru þau einfaldlega búin að gera eitthvað í málinu. Það var ekki fyrr en að díllin far kominn í gegn sem VG vaknaði við vondan draum.

Og komust að því að þau höfðu sofið yfir sig


mbl.is Styðja ekki ríkisstjórnina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki ganga í ESB

Ekki gera eins og ég. Ég gekk í ESB og sjáið bara hvernig komið er fyrir mér. ég er þingmaður á evrópuþinginu og er búinn að fá alla upp á móti mér. Það er bara fínt.

Ég meinaða. Ég gæti átt það á hættu að eignast bandamenn á evrópuþinginu ef íslenski sjálfstæðisflokkurinn fengi fulltrúa þar.

Þessi gaur er einfaldlega kostulegur.


mbl.is Ekki ganga í ESB!
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Frétt eða áróður

Blaðamaður MBL grefur upp færslu á heimasíðu hins breska örflokks og ritstjórn Mbl birtir það sem frétt. Fréttir geta haft áróðursgildi og þessi "frétt" er dæmi um slíkt. Skrif Nigel Farage á heimasíðu hins örsmáa flokks sem fékk einungis 3% atkvæða í Bretlandi í síðustu kosningum og kom ekki svo mikið sem einum þingamanni að hefur ekkert fréttagildi hér á Íslandi, en þess meira áróðursgildi.
mbl.is Segir ESB vilja íslensk mið en ekki skuldir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband