Frétt eða áróður
3.7.2010 | 10:26
Blaðamaður MBL grefur upp færslu á heimasíðu hins breska örflokks og ritstjórn Mbl birtir það sem frétt. Fréttir geta haft áróðursgildi og þessi "frétt" er dæmi um slíkt. Skrif Nigel Farage á heimasíðu hins örsmáa flokks sem fékk einungis 3% atkvæða í Bretlandi í síðustu kosningum og kom ekki svo mikið sem einum þingamanni að hefur ekkert fréttagildi hér á Íslandi, en þess meira áróðursgildi.
Segir ESB vilja íslensk mið en ekki skuldir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Auðvitað er þetta hreinræktaður áróður sem er ekkert að marka.
Hið sanna hlýtur að vera að ESB vilji greiða skuldir okkar, en ekki fá miðin.
Og það eru heldur engin tengsl á milli ESB-umsóknarinnar og IceSave.
Gengistrygging er örugglega lögleg líka og dómur hæstiréttar bara "djók".
Góðar stundir.
Guðmundur Ásgeirsson, 4.7.2010 kl. 12:07
Takk fyrir innleggið Guðmundur.
Ég er í rauninni bara að velta fyrir mér fréttinni sem slíkri,en ekki skoðunum Nigel Farage. Hvað "hið sanna" er má sjálfsagt deila um. Ef Farage væri að hvetja Íslendinga til að ganga í ESB væri frekar hægt að tala um frétt. Smá pæling :-)
Guðjón Eiríksson, 4.7.2010 kl. 17:38
Smá viðbót.
Ég er líka að velta fyrir mér fréttamati MBL og hvort að það hafi eitthvað með skoðanir ritstjórnarinnar að gera. Mér sýnist ýmislegt benda til að svo sé.
Guðjón Eiríksson, 4.7.2010 kl. 17:46
Mér þykir það nú bara augljóst að Morgunblaðið boðar markvissan áróður gegn ESB aðild. Mér finnst slíkur gagnróður nauðsynlegur til að skapa mótvægi við áróður úr hinni áttinni sem er styrktur af Evrópusambandinu sjálfu. Öðrum finnst það kannski vera slæm vinnubrögð, og aðrir hata bara ritsjórann alveg sama hvað hann gerir. Ég tek enga sérstaka afstöðu til þess, finnst það svosem ágætt að gagnrýni á stefnu stjórnvalda fái að heyrast.
Guðmundur Ásgeirsson, 7.7.2010 kl. 16:03
Gagnrýni á stefnu stjórnvalda á alltaf að heyrast óháð því hvaða flokkar eru við stjórnvölinn. hins vegar er ég ekki hrifinn af því þegar fjölmiðlar nota fréttir sem áróðurstæki. Það dregur úr trúverðugleika þeirra sem fréttamiðla.
Áróður gegn aðild að ESB á frekar heima í greinaskrifum þar sem helst skrifað er undir fullu nafni, Ég er að vísu ESB sinni en ég vil geta treyst því að fréttaflutningur sé óháður skoðunum ritstjórna og blaðamanna.
Skoðanir mínar á ESB aðild geta breyst, en frétt eins og sú sem ég gerði athugasemdina við hér að ofan mun engu breyta þar um. Hún gerir mér einungis erfiðara fyrir við fylgjast með raunverulegum fréttum.
Guðjón Eiríksson, 8.7.2010 kl. 22:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.