Ég skil ekki Jón Bjarnason

Ef Jón Bjarnason hefði fyrir því að kynna sér betur hvernig ESB virkar myndi hann kannski öðlast einhvern skilning á því af hverju við erum að halda "þessu" áfram.

 Finnar og Svíar fengu ekki varanlegar undanþágur frá löggjöf ESB t.d. varðandi landbúnaðarmálin. Þess í stað var búin til ný túlkun innan landbúnaðarstefnunnar um landbúnað norðan 62 breiddargráðu. þ.e. landbúnaður á harðbýlum svæðum.

Þetta gerði Svíum og Finnum mögulegt að styrkja sinn landbúnað um allt að 35% umfram það sem ESB styrkir landbúnaðinn almennt.

Íslenskir bændur eru áskrifendur að skattfé neytenda og neytendur eru með skylduáskrift að framleiðslu þeirra.

Með aðild að ESB verður skylduáskrift neytenda lögð niður í áföngum og þeir ákveða sjálfir hvaða vörur þeir vilja kaupa og hvaða vörur þeir vilja ekki kaupa.

Jón Bjarnason vill ekki auka frelsi neytenda.

Ég skil ekki Jón Bjarnason

 


mbl.is Jón vill hætta viðræðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

VG eru fallin á tíma

Þótt vinstri hreyfingin grænt framboð felli ríkisstjórnina mun það ekki stöðva söluna á HS til Magma. Það er búið og gert. Prinsipp VG virðist nefnilega frekar snúast um þjóðerni kapítalistanna heldur en hvort Hs sé í félagslegri eigu eða ekki.

Því ef málið snérist um félagslega eign á fyrirtækinu, væru þau einfaldlega búin að gera eitthvað í málinu. Það var ekki fyrr en að díllin far kominn í gegn sem VG vaknaði við vondan draum.

Og komust að því að þau höfðu sofið yfir sig


mbl.is Styðja ekki ríkisstjórnina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki ganga í ESB

Ekki gera eins og ég. Ég gekk í ESB og sjáið bara hvernig komið er fyrir mér. ég er þingmaður á evrópuþinginu og er búinn að fá alla upp á móti mér. Það er bara fínt.

Ég meinaða. Ég gæti átt það á hættu að eignast bandamenn á evrópuþinginu ef íslenski sjálfstæðisflokkurinn fengi fulltrúa þar.

Þessi gaur er einfaldlega kostulegur.


mbl.is Ekki ganga í ESB!
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Evrópupæling-1

Merkilegt hvað evrópuumræðan getur stundum verið furðuleg. Mér virðist að umræðan snúist um að við íslendingar séum í stöðu þjóðar sem stendur fyrir utan (ESB) og séum að velta því fyrir okkur hvað felist í því að ganga inn.

Aðildin að EES varð gerð möguleg vegna klásúlu í Rómarsáttmálanum sem kveður á um svokallaða aukaaðild. Ísland er sem sagt aukaaðili að ESB án atkæðisréttar.

Út af standa sjávarútvegsmál, landbúnaðarmál, tollamál að hluta og kannski eitthvað smotterí í viðbót.

ER ekki einmitt rétti tíminn til að gera upp reynsluna af EES samningnum og leggja hana til grundvallar. Þ.E. ef hún er í meginatriðum góð þá göngim við inn (með fyrirvörum um að semjist um sjávarútvegsmál), en ef reynslan er slæm þá segjum við EEs samningnum upp og förum út.

Í stuttu máli annaðhvort alveg inn eða alveg út.


Frétt eða áróður

Blaðamaður MBL grefur upp færslu á heimasíðu hins breska örflokks og ritstjórn Mbl birtir það sem frétt. Fréttir geta haft áróðursgildi og þessi "frétt" er dæmi um slíkt. Skrif Nigel Farage á heimasíðu hins örsmáa flokks sem fékk einungis 3% atkvæða í Bretlandi í síðustu kosningum og kom ekki svo mikið sem einum þingamanni að hefur ekkert fréttagildi hér á Íslandi, en þess meira áróðursgildi.
mbl.is Segir ESB vilja íslensk mið en ekki skuldir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband