Hvað er fullveldi, og munu Íslendingar glata því við aðild að ESB?

Þessari spurningu hér að ofan bar ég fram á Evrópuvefnum og fyrir svörum varð Pétur Dam Leifsson dósent á sviði þjóðarréttar við lagadeild Háskóla Íslands. Fullt svar kemur hér.

Fyrsta málsgrein svarsins hljómar svona:

Í þjóðarétti er gengið út frá þeirri frumforsendu að öll sjálfstæð ríki séu fullvalda. Þau hafi þannig ótakmarkað þjóðréttarhæfi, geti orðið aðilar að hvers kyns réttindum og skyldum að þjóðarétti og þiggi ekki tilkall sitt til þeirrar stöðu frá öðrum þjóðréttaraðilum (það er öðrum ríkjum eða alþjóðastofnunum). Gerist Ísland aðili að ESB mun það þurfa að framselja vissa þætti ríkisvalds til stofnana ESB. Ísland kæmi hins vegar á móti að setningu reglna fyrir allt sambandið og því má segja að fullveldi glatist ekki heldur yrði því deilt með öðrum ríkjum.

Svarið er áhugavert og skora ég á fólk að lesa það í heild sinni.

 


« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband