Ég skil ekki Jón Bjarnason

Ef Jón Bjarnason hefði fyrir því að kynna sér betur hvernig ESB virkar myndi hann kannski öðlast einhvern skilning á því af hverju við erum að halda "þessu" áfram.

 Finnar og Svíar fengu ekki varanlegar undanþágur frá löggjöf ESB t.d. varðandi landbúnaðarmálin. Þess í stað var búin til ný túlkun innan landbúnaðarstefnunnar um landbúnað norðan 62 breiddargráðu. þ.e. landbúnaður á harðbýlum svæðum.

Þetta gerði Svíum og Finnum mögulegt að styrkja sinn landbúnað um allt að 35% umfram það sem ESB styrkir landbúnaðinn almennt.

Íslenskir bændur eru áskrifendur að skattfé neytenda og neytendur eru með skylduáskrift að framleiðslu þeirra.

Með aðild að ESB verður skylduáskrift neytenda lögð niður í áföngum og þeir ákveða sjálfir hvaða vörur þeir vilja kaupa og hvaða vörur þeir vilja ekki kaupa.

Jón Bjarnason vill ekki auka frelsi neytenda.

Ég skil ekki Jón Bjarnason

 


mbl.is Jón vill hætta viðræðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Elle_

Nei, ég skil ekki af hverju hann sagði JÁ við Icesave.  Hins vegar skil ég vel að hann vilji ekki halda ólýðræðislegu fáráðsumsókninni beint inn í fullveldisafsal til streitu. 

Elle_, 28.7.2010 kl. 23:50

2 Smámynd: Guðjón Eiríksson

„Ég skil ekki hvers vegna við erum að halda þessu áfram,“ segir Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, um þau ummæli stækkunarstjóra Evrópusambandsins að ekki sé hægt að fá varanlegar undanþágur frá lögum ESB.

Textinn hér fyrir ofan er tekinn beint úr fréttinni sem ég er hér að blogga um. ESB ríkin hafa ekki fengið undanþágur frá löggjöf ESB.

þau hafa hins vegar fengið sérlausnir t.a.m. innan landbúnaðarstefnunnar. (Svíþjóð og Finnland til dæmis)

Það er því eins og að JB hafi ekki kynnt sér þau mál.

Það er inntakið í bloggi mínu.

Meirihluti alþingis stendur að baki umsóknarinnar, sem verður að teljast lýðræðislega tekin ákvörðun.

Hafni þjóðin aðildarsamningi í lýðræðislegri kosningu verður lýðræðinu einnig fullnægt. þjóðin getur einnig staðfest aðildarsamninginn ef hún kýs að gera svo.

Leyfum því lýðræðinu að hafa sinn framgang.

Guðjón Eiríksson, 29.7.2010 kl. 19:19

3 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Sendiherra ESB á Íslandi sagð að hann óttaðist að ef Íslendingar hafna inngöngu muni súrna samskiptin við ESB.  Það eina sem Samfylkingin er að leiða yfir okkur með þessu brölti sínu er óvild ESB í garð Íslendinga eftir að við höfum hafnað samningnum.

Sigurður Þórðarson, 29.7.2010 kl. 23:43

4 Smámynd: Elle_

Ekkert lýðræðislegt var við EU-umsóknina, Guðjón, pínd í gegn af einum flokki.  Og sem batt svo um hnútana að lokakosningin verði EKKI bindandi.  Kallast ekki lýðræði.  Skil Jón Bjarnason vel, nema hann þarf að draga Icesave-JÁ-ið sitt til baka til að honum verði treystandi. 

Elle_, 29.7.2010 kl. 23:50

5 Smámynd: Elle_

Og eitt enn: Það fást EKKI neinar varanlegar sérlausnir innan bandalagsins, enda gegn sáttmálanum og fiskveiðilögsagan yrð sameiginleg öllu bandalaginu.  Það hefur komið skýrt fram af bæði stækkunarstjóranum, Stefan Fule og öðrum. 

Elle_, 29.7.2010 kl. 23:59

6 Smámynd: Guðjón Eiríksson

Ekkert lýðræðislegt var við EU-umsóknina? hm

Það verður hver þingmaður að svar fyrir sig á hvaða forsendum hann/hún greiddi atkvæði á alþingi. En niðurstana er skýr.

Meirhluti alþingissamþykkti þingsályktunartillöguna.

 Er sérlausn Finna og Svía (harðbýl svæði) ekki varanleg.

Hvenær rennur hún út? Geturðu bent mér á Heimildir fyrir þessari fullyrðingu þinni.

Eða sumarhúsaákvæði Dana, nú eða sérlausn Möltu varðandi sjávarútveg (stærð fiskiskipa)

Það sem er sameiginlegt í sjávarútvegsstefnunni er stefna um sjálfbæra þróun og veiðar úr sameiginlegum stofnum, svona að mestu leyti.

Guðjón Eiríksson, 30.7.2010 kl. 09:47

7 Smámynd: Guðjón Eiríksson

Sigurður.

Hvort átti sendiherrann við, ef við drægjum umsóknina til baska eða að þjóðin hafnaði aðildarsamningi?

Norðmenn höfnuðu aðild í þjóðaratkvæðisgreiðslu. Hafa samskipti norðmanna og ESB "súrnað" vegna þess?

Guðjón Eiríksson, 30.7.2010 kl. 09:52

8 Smámynd: Guðjón Eiríksson

til baka átti þetta að vera

Guðjón Eiríksson, 30.7.2010 kl. 09:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband