VG eru fallin á tíma

Þótt vinstri hreyfingin grænt framboð felli ríkisstjórnina mun það ekki stöðva söluna á HS til Magma. Það er búið og gert. Prinsipp VG virðist nefnilega frekar snúast um þjóðerni kapítalistanna heldur en hvort Hs sé í félagslegri eigu eða ekki.

Því ef málið snérist um félagslega eign á fyrirtækinu, væru þau einfaldlega búin að gera eitthvað í málinu. Það var ekki fyrr en að díllin far kominn í gegn sem VG vaknaði við vondan draum.

Og komust að því að þau höfðu sofið yfir sig


mbl.is Styðja ekki ríkisstjórnina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Það er ekki nóg með það, að þó að Vg, sprengi stjórnina og Magma-dílinn gangi í gegn, þá mun Vg  ekki takast að hvítþvo sig af klúðrinu.

Þingflokkur Vg fól formanni sínum, að vinna með öllum ráðum að því að Magma, eignaðist ekki HS-Orku alla.  Fyrst var hugmyndin að kaupa upp dílinn, en sú hugmynd, varð andvana fædd, því Ríkissjóður var og er tómur.  Hin hugmyndin var að setja lög sem hindruðu frekari umsvif Magma.  Samfylkingin sagði "nei".  Vg, með því að bíða af sér veturinn með frekari mótmæli, samþykktu þar með með þögninni, það að viðskiptin fengju að ganga í gegn.

 Þess má geta að Ögmundur, sem hvað hæst hefur haft vegna málsins núna, var enn í ríkisstjórninni, þegar VG vildi setja lögin, sem og Svandís Svavarsdóttir, sem situr reyndar enn í stjórninni.  Hvers vegna þögðu þau þegar Samfylkingin neitaði lagasetningu?

Kristinn Karl Brynjarsson, 26.7.2010 kl. 23:47

2 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Það er ekki nóg að gera hlutina ef það sem er gert er ólöglet!!! Er það ekki rétt? M.b.kv. Anna

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 27.7.2010 kl. 01:43

3 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Ólöglegt, átti það að vera! Kv. Anna

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 27.7.2010 kl. 01:45

4 Smámynd: Guðjón Eiríksson

Viðskiptin með HS Orku eru að langmestu leyti á milli tveggja aðila á frjálsum markaði. Ef báðir aðilar eru sáttir við samninginn, er hann þá ekki bara löglegur?

Geta utanað komandi aðilar skipt sér af þeim viðskiptum?

 Ef Geysir Green var löglegur eigandi að HS Orku, Af hverju er Magma Energy ekki jafn löglegur eigandi að fyrirtækinu. Hefur það kannski fyrst og fremst með þjóðerni að gera?

Eru íslenskir kapítalistar betri en erlendir kapítalistar? 

Guðjón Eiríksson, 27.7.2010 kl. 15:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband